HB Grandi er fjölþjóðlegur vinnustaður. Af 120 manns sem starfa við fiskvinnslu hjá fyrirtækinu í Reykjavík eru um 80% fólk af erlendum uppruna og koma frá 15 þjóðlöndum, að því er Bergur Einarsson, gæðastjóri hjá HB Granda, segir í samtali við Fiskifréttir.

,,Þrátt fyrir allt tal um kreppu og atvinnuleysi er ekki mikið um að Íslendingar sæki um vinnu í fiski. Það jókst aðeins í ársbyrjun 2009 og við réðum 25 íslenska karlmenn til starfa en eftir árið voru einungis þrír ennþá hjá okkur. Íslendingarnir stoppa yfirleitt mjög stutt við. Útlendingarnir eru því mun tryggara vinnuafl,“ segir Bergur.

Sjá nánar viðtal við Berg Einarsson og fjóra erlenda starfsmenn hjá HB Granda í nýjustu Fiskifréttum.