Fiskimjölsverksmiðjan Havsbrún í Fulgafirði í Færeyjum hefur nú þegar tekið á móti um 50 þúsund tonnum af uppsjávarfiski til vinnslu. Allt stefnir í að árið í ár verði jafngott og í fyrra en þá tók verksmiðjan á móti 160 þúsund tonnum.

Hafgöltur er íslenska nafnið á boar fish sem nú er veiddur í síauknum mæli.
Hafgöltur er íslenska nafnið á boar fish sem nú er veiddur í síauknum mæli.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Það er einkum kolmunni af færeyskum skipun sem verksmiðjan hefur fengið til vinnslu en einnig hafa erlend skip landað þar hafgelti (boar fish) til vinnslu sem veiðist meðal annars í hafinu suður af Írlandi. Á síðasta ári tók Havsbrún á móti 30 þúsund tonnum af hafgelti.

Hvasbrún nýtir megnið af mjölinu og lýsinu í eigin fóðurframleiðslu fyrir laxeldi.