Færeyska útgerðarfyrirtækið Havborg hefur lagt inn pöntun fyrir hönnun á nýju verksmiðjuskipi hjá norsku skipahönnunarstofunni Skipsteknisk. Skipið verður meðal útbúið til að geta dregið allt að fjögur troll.

Havborg og Skipsteknisk eiga sögu um náið samstarf. Nýtt skip Havborg verður 87,5 m á lengd og verður með yfirgripsmiklum vinnslubúnaði fyrir flaka- og rækjuvinnslu. Einnig verður búnaður til vinnslu á uppsjávartegundum og fullkomin mjölverksmiðja verður í skipinu. Frystirýmið verður með 2.250 rúmmetra frystigetu.

Fjögur trollspil verða í skipinu og hægt verður að bæta því fimmta við sem mun þá gera skipinu kleift að draga fjögur troll. Nýja skipið verður afhent á árinu 2022 og verður það smíðað af Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Þess má geta að Sólberg ÓF var einnig hannað af Skipsteknisk og smíðað af Tersan skipasmíðastöðinni.