Ætla má að 28.000 tonn af hausum og beinum af þorski, ýsu, ufsa, löngu  og keilu séu flutt til Nígeríu árlega, þar af koma 18.000 tonn frá Íslandi. Þótt eftirspurn sé mikil er talið varhugavert að stórauka framboðið snögglega eins og gerst gæti ef íslenskir frystitogarar yrðu skyldaðir til að hirða alla hausa og bein svo sem vilji sjávarútvegsráðherra stendur til.

Þetta sagði Árni Þór Bjarnason hjá Íslensku umboðssölunni í erindi sem hann flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni á dögunum. Þar kom fram að auk þeirra 18.000 tonna sem kæmu frá Íslandi væru 10.000 tonn framleidd í verksmiðjum í Færeyjum, Skotlandi, Englandi, Noregi og Kanada, en sú framleiðsla væri ýmist í höndum Íslendinga eða þeir væru tengdir framleiðendunum. Hann sagði að nú þegar væri ein þurrkverksmiðja starfrækt í Noregi og á næsta ári myndu tvær bætast við þar í landi.

Sjá nánar í Fiskifréttum.