Oddi hf. á Patreksfirði hefur keypt bátinn Haukaberg SH og kom hann til nýrrar heimahafnar núna um helgina. Hjálmar ehf. í Grundarfirði seldi Haukabergið ásamt kvóta til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði fyrr á þessu ári. Aflaheimildirnar urðu eftir á Fáskrúðsfirði þegar báturinn var seldur til Patreksfjarðar.
Haukabergið kemur í staðinn fyrir Brimnes BA 800, er talsvert stærra og yfirbyggt og mun því verða mikill munur hjá áhöfninni að fara yfir á nýja skipið, segir í frétt á vef Odda hf. Skipstjóri á Haukaberginu er Þorsteinn Ólafsson.