Verð á norsk-íslenskri síld til norskra skipa hefur verið mjög hátt í upphafi vertíðar og mun hærra en lágmarksverð sem Síldarsamlagið norska tilkynnti nýlega.
Frá þessu er greint á vefnum fiskerforum.dk . Nefnt er dæmi um eina sölu sem gaf 7,35 krónur á kíló (98,47 ISK). Veiðin fór fram um 130 mílur suðvestur af Lófóten. Síldin er um 350 grömm að þyngd. Annar bátur fékk 7,27 krónur norskar á kíló (97,4 ISK).
Lágmarksverð fyrir 350 gramma síld og stærri er hins vegar 5,37 krónur norskar (71,94 ISK) og fyrir síld sem er 300 til 349 grömm greiðast 5,14 krónur (68,86 ISK). Fyrir síld til bræðslu er lágmarksverðið 2,48 krónur norskar (33,22 ISK).
Sjá lágmarsverð á síld í Noregi HÉR .