Veiðar norskra skipa á hestamakríl ganga ágætlega. Í gær var tilkynnt um 4.000 tonna afla, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Mikil eftirspurn er eftir hestamakrílnum bæði frá norskum kaupendum og skoskum. Greinilegt er að mikill skortur er á markaðnum. Fyrir einstaka farma hefur meðalverðið farið yfir 10 krónur á kílóið (um 180 ISK) á uppboði hjá norska síldarsamlaginu.