Velgengni Jóhönnu Gísladóttur GK á túnfiskveiðum heldur áfram. Í gærmorgun voru skipverjar í fimmta túrnum og höfðu fengið 15 fiska í þremur lögnum og áttu eftir fjórðu lögnina áður en haldið yrði til lands til löndunar. Alls var báturinn þá kominn með hátt í 70 túnfiska frá upphafi veiðanna.

Útgerðin hefur 25 tonna kvóta til ráðstöfunar og er um helmingur hans veiddur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.