Veiðar á loðnuvertíðinni gengu einstaklega vel og talið er að vertíðin gæti skilað hátt í 22 milljörðum króna í útflutningstekjur sem er heldur hærri upphæð en búist var við í upphafi. Landanir erlendra loðnuskipa hafa aukið heildarverðmæti loðnuafurða á vertíðinni. Þetta kemur fram í úttekt á vertíðinni í nýjustu Fiskifréttum.
Margt er óvissu háð í þessari áætlun, bæði um framleiðslumagn loðnuafurða og verð. Sérstaklega ríkir mikil óvissa um verð á loðnuhrognum þar sem samningar eru ekki frágengnir.
Á síðasta ári skilaði loðnuvertíðin tæpum 19 milljörðum í útflutningstekjur. Ef áætlunin fyrir árið í ár gengur eftir aukast verðmætin milli ára um tæpa 3 milljarða, eða 15%.
Framleiðslutölur fyrir loðnuafurðir á vertíðinni í ár liggja ekki endanlega fyrir en þeir sem gerst til þekkja telja að í heild hafi verið fryst um 25 þúsund tonn af loðnu. Þá er gert ráð fyrir að fryst hafi verið um 15 þúsund tonn af hrognum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.