Áætlað er að hátt í 220 manns hafi komið til starfa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum undanfarna daga til að taka þátt í makríl- og humarvinnslu félagsins.

Fyrsti makrílfarmurinn kom í hús að morgni fimmtudags 19. júní.

Langflestir bættust við á launaskrá Vinnslustöðvarinnar vegna makrílvertíðarinnar. Nú er unnið þar á þrískiptum vöktum og því þarf að ráða fleiri en ella til að manna þær allar. Fólk í makríl vinnur í sex daga og fá síðan þriggja daga frí.

Þá starfa um 95 manns í humarvinnslunni, aðallega skólanemar. Þar er unnið er á tvískiptum vöktum. Sagt er frá þessu á www.eyjafrettir.is.