Í október voru fluttar út sjávarafurðir fyrir um 25 milljarða króna af um tæplega 52 milljarða heildarvöruútflutningi, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.

Það er ekki fjölbreytninni fyrir að fara í útflutningnum. Iðnaðarvöru voru fluttar út fyrir um 25 milljarða og er þar að langstærstum hluta um ál að ræða. Annar vöruútflutningur í mánuðinum nemur um 2,3 milljörðum.

Athygli vekur að hlutfall sjávarafurða í útflutningnum er óvenjuhátt að þessu sinni. Undanfarna mánuði og ár hefur útflutningur sjávarafurða verið um eða rétt innan við 40% af heildinni en í október síðastliðnum voru sjávarafurðir um 48% af útflutningnum.