Tilraun stendur yfir með notkun hátíðnihljóða til þess af aflúsa eldislax í Skotlandi.
Tilraunin er gerð á vegum nýsköpunarmiðstöðvar skosks fiskeldis. Hún gengur út á að fjarlægja lús af eldislaxi án þess að það skaði sjálfan fiskinn eða umhverfið.
Reynist aðferðin árangursrík að afloknum prófunum gæti hún haft afar jákvæð áhrif fyrir fiskeldi um allan heim.
Hátíðnihljóð hafa verið notuð í lækningum á fólki með góðum árangri. Tilraunin snýst m.a. um að aðlaga aðferðina að laxi með það fyrir augum að bæta heilsu hans á uppvaxtartíma og auka um leið framleiðsluna.