Um borð í skipum Polar Seafood í Grænlandi er banni við hassreykingum fylgt strangt eftir. Við reglubundna könnun um borð í skipinu Polar Nanoq um hvítasunnuhelgina urðu þrír skipverjar uppvísir að því að hafa reykt hass. Þeir voru umsvifalaust reknir og komið í land í næstu höfn, segir í fréttatilkynningu frá útgerðinni sem sagt er frá á vefnum Sermitsiaq.

Nokkrum dögum áður var samsvarandi könnun verið gerð um borð í öðru skipi útgerðarinnar en hún leiddi ekkert misjafnt í ljós.

Útgerðin bendir á að togari sé hættulegur vinnustaður og neysla ólöglegra fíkniefna skapi mikla hættu, ekki bara fyrir viðkomandi skipverja heldur einnig þá sem vinna með honum. Þótt kostnaðarsamt sé að hætta veiðum og halda til hafnar af þessum ástæðum sé útgerðin staðráðin af því að framfylgja þessum reglum til hins ítrasta.

Þess má geta að þetta er sama skipið og kom við sögu í máli Birnu Brjánsdóttur í vetur.