Á Hjalteyri er hafin framleiðsla á harðfiski úr marningi, að því er fram kemur á síðu Þorgeirs Baldurssonar ljósmyndara.

Það voru fjórir ungir menn sem fóru af stað með þessa hugmynd fyrir um það bil tveimur og hálfu ári síðan. Meðal þeirra eru bræðurnir Friðrik Friðriksson og Rúnar Friðriksson.

Tilraunaframleiðsla hófst skömmu fyrir áramótin og lofar hún góðu. Þessari vöru hefur nú verið dreift nokkuð víða hér á landi en stefnt er að útflutningi. Framleiðslan fer rólega af stað en í síðustu viku var framleiddur harðfiskur út tonni af marningi.