Rétt tæp 4.500 tonn hafa veiðst af makríl á handfærin. Veiðunum lýkur 20. september.

Rúmlega 90 bátar hafa stundað þessar veiðar og er Brynja SH þeirra aflahæst með 174 tonn. Særif SH kemur fast á hæla hennar með 170 tonn. Fimmtán bátar hafa veitt meira en 100 tonn.