ff

Allt stefnir í það að potturinn á línu- og handfærum við makrílveiðar verði sprunginn innan tíðar. Alls er búið að landa 660 tonnum samkvæmt skráningu Fiskistofu en potturinn er 845 tonn. Einhverjar tafir verða oft á því að löndunartölur skili sér samdægurs og því má gera ráð fyrir að meira sé komið á land, jafnvel hátt í 700 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Sérstakur pottur fyrir handfæraveiðar hefur verið við lýði í þrjú ár og hefur aldrei náðst að veiða útgefnar heimildir að fullu. Árið 2010 veiddust 179 tonn á handfærin, árið 2011 fór aflinn í 307 tonn og í ár bendir allt til þess að potturinn klárist.

Um og yfir15 handfærabátar eru skráðir til leiks í ár og hefur veiðin aldrei verið jafngóð og nú hjá hverjum báti. Handfærapotturinn er opinn og vitað er um nokkra báta sem hafa hug á því að hefja veiðar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.