Á dögunum var gengið frá kaupum Hampidjan USA í Seattle á 65% hlut í netaverkstæðinu Swan Net USA L.L.C í Seattle USA, að því er fram kemur á vef Hampiðjunnar.

Þrír stofnendur ásamt einum smærri meðeiganda hafa verið eigendur Swan Net USA frá stofnun þess félags frá árinu 1995 og keypti Hampidjan USA, sem er dótturfélag Hampiðjunnar hf., hlut tveggja þeirra í nánu samráði við þriðja aðaleigandann og framkvæmdastjórann, Seamus Melly. Seamus mun áfram eiga sinn upprunalega hlut sem er 32,5%. Kaupverðið var USD 2.3 milljónir og hefur það verið greitt að fullu.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, segir að kaupin styrki stöðu Hampiðjunnar á Bandaríkjamarkaði.

Swan Net USA í Seattle er eitt stærsta netaverkstæði Bandaríkjanna og þjónar það aðallega uppsjávarflotanum sem gerður er út frá Seattle og Dutch Harbor í Alaska og sem veiðir m.a. alaskaufsa. Starfstöðvar Swan Net eru tvær, höfuðstöðvar í  Seattle og þjónustustöð í Dutch Harbor á Aleutian eyjunum nyrst við Kyrrahafið, en eyjaröðin skilur að Kyrrahaf og Beringshaf.

Sjá nánar á vef Hampiðjunnar .

Á dögunum var gengið frá kaupum Hampidjan USA í Seattle á 65% hlut í netaverkstæðinu Swan Net USA L.L.C í Seattle USA, að því er fram kemur á vef Hampiðjunnar.

Þrír stofnendur ásamt einum smærri meðeiganda hafa verið eigendur Swan Net USA frá stofnun þess félags frá árinu 1995 og keypti Hampidjan USA, sem er dótturfélag Hampiðjunnar hf., hlut tveggja þeirra í nánu samráði við þriðja aðaleigandann og framkvæmdastjórann, Seamus Melly. Seamus mun áfram eiga sinn upprunalega hlut sem er 32,5%. Kaupverðið var USD 2.3 milljónir og hefur það verið greitt að fullu.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, segir að kaupin styrki stöðu Hampiðjunnar á Bandaríkjamarkaði.

Swan Net USA í Seattle er eitt stærsta netaverkstæði Bandaríkjanna og þjónar það aðallega uppsjávarflotanum sem gerður er út frá Seattle og Dutch Harbor í Alaska og sem veiðir m.a. alaskaufsa. Starfstöðvar Swan Net eru tvær, höfuðstöðvar í  Seattle og þjónustustöð í Dutch Harbor á Aleutian eyjunum nyrst við Kyrrahafið, en eyjaröðin skilur að Kyrrahaf og Beringshaf.

Sjá nánar á vef Hampiðjunnar .