Hampiðjan hefur ásamt útgerðafélaginu P/f Varðin í Syðri Götu í Færeyjum keypt 90% hlut í netaverkstæðinu Spf Sílnet í Klaksvik á Borðey.  Seljendur eru stofnandinn Kristian Sofus og tveir meðeigendur hans.  Kristian heldur eftir 10% hlut og starfar áfram hjá fyrirtækinu eftir kaupin og verður framleiðslustjóri fyrirtækisins.

Hlutur Hampiðjunnar og Varðin skiptist jafnt í tvo 45% hluti.    Samhliða kaupunum er hlutafé félagsins aukið umtalsvert til að gera því kleift að kaupa hentuga byggingu og þann tækjabúnað sem þarf á netaverkstæðið til að sinna viðhaldi á flottrollum og nótum.

Sjá nánar á vef Hampiðjunnar .