Halldór Ármannsson var kjörinn nýr formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins í dag. Hann fékk 26 atkvæði í formannskjöri en Þorvaldur Garðarsson frá Þorlákshöfn sem einnig bauð sig fram hlaut 24 atkvæði.

Arthur Bogason sem verið hefur formaður LS frá stofnun sambandsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Halldór Ármannsson er formaður Reykjaness - félags smábátaeigenda á Suðurnesjum.  Hann var varaformaður LS, sat í framkvæmdaráði LS og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006.

Halldór gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátunum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellu GK-23.