Bolvíski línubáturinn Hálfdán Einarsson ÍS verður seldur. Báturinn fer á Rif á Snæfellsnesi. Í frétt á vefnum bb.is segir að Völusteinn ehf. hafi gert bátinn út, en fyrirtækið sé í eigu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur sem aftur sé í eigu bolvísku útgerðanna Blakkness, Jakobs Valgeirs og Salting. Engar aflaheimildir fylgja með í kaupunum.
Bæjarráð Bolungarvíkur var innt eftir því hvort Bolungarvíkurkaupstaður hyggist neyta forskaupsréttar á bátnum, en af því verður ekki.