Í átaki sem ætlað var að fræða rúmlega 27.500 bresk börn á grunnskólaaldri um hollustu matar, góða matargerð og uppruna matarins kom í ljós að eitt af hverjum fimm skólabarna taldi að fiskstautar (fishfingers) væru búnir til úr kjúklingum.
Átakinu sem er það stærsta sinnar tegundar í Bretlandi var hrint af stokkunum í byrjun júní og ætlað að ná til um 1,2 milljóna grunskólabarna á aldrinum fjögurra til ellefu ára í 3000 skólum.
Aðstandendur átaksins segja að í raun ætti ekki að koma á óvart að mörg barnanna þekki ekki uppruna fæðunnar þar sem þau sjá hana eingöngu í pakkningum.
Þriðjungur barnanna taldi að ostur væri unnin úr plöntum og að tómatar yxu neðanjarðar eins og kartöflur.