Tekjur HB Granda á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu 8 milljörðum króna. EBITDA (þ.e. hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir) nam 3,2 milljörðum króna og hagnaður nam 2,1 milljarði króna.
Þetta kemur fram í frétt frá fyrirtækinu. Eignir eru samtals 57,7 milljarðar, skuldir 23,4 milljarðar og eigið fé 34,3 milljarðar.
Tekið er fram til skýringar að afkoma loðnuveiða og vinnslu hafi veruleg áhrif á rekstur HB Granda hf. og þá sér í lagi fyrsta ársfjórðung hvers árs. Miklar sveiflur hafi verið bæði í aflamarki á loðnu og verði afurða á undanförnum árum.
Sjá nánar HÉR