Hagnaður norska útgerðarfélagsins Havfisk fyrir skatta árið 2015 var 228 milljónir norskra króna (3,4 milljarðar ISK), að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Havfisk er stærsta útgerð Noregs.
Alls nam velta Havfisk um 1.130 milljónum króna (um 17 milljörðum ISK) og EBITDA var 403 milljónir (um 6 milljarðar ISK).
Veltan jókst nokkuð milli ára en heildartekjur árið 2014 voru 1.049 milljónir króna. Aukningin helgast af hærri verðum og bættri nýtingu á veiðiheimildum félagsins
Talsmenn fyrirtækisins segja að árið 2015 hafi verið gjöfult. Veltan hafi aldrei verið hærri í sögu þess.