Samkvæmt óendurskoðuðu fjárhagsuppgjöri ársins 2024 hjá Faxaflóahöfnum var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 1.652 milljónir króna eða 49,5 prósent umfram áætlun.
Þetta kom fram á fundi stjórnar Faxaflóahafna í febrúar þar sem þau Friðrik Þór Hjálmarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs, og Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála, kynntu uppgjörið og svöruðu spurningum fundarmanna.
EBITDA 19,9 prósent umfram áætlun
„Heildartekjur ársins numu 6.463 milljónum króna og eru þær 12,1 prósent umfram áætlun. EBITDA ársins nam 2.222 milljónum króna sem er 19,9 prósent umfram áætlun og rekstrarniðurstaða jákvæð um 1.652 milljónum króna eða 49,5 prósent umfram áætlun,“ segir í fundargerð stjórnar Faxaflóahafna.
Til samanburðar má nefna að samkvæmt ársreikingi Faxaflóahafna námu tekjur félagsins á árinu 2023 5.639 milljónum króna og hagnaðurinn 1.537 milljónum króna.