Árleg ráðstefna Hafrannsóknastofnunar um lífríki hafsins og umhverfi þess, verður haldin 25. febrúar 2014 . Að þessu sinni verður efni ráðstefnunnar "Hafsbotn og lífríki hans" . Fjallað verður um rannsóknir á hafsbotninum við Ísland, um lífverur botnsins og tengsl þeirra við botninn og sjóinn umhverfis.
Á ráðstefnunni verða flutt nokkur erindi um jarðfræði hafsbotnsins og kortlagningu náttúrufyrirbæra á botninum. Þá verða flutt erindi um lífshætti dýra og fiska við botninn, áhrif veiðarfæra á lífríkið og líffræði kórala við Ísland.
Gestafyrirlesari er Lene Buhl-Mortensen frá norsku Hafrannsóknastofnuninni í Bergen. Erindi hennar fjallar um kortlagningu búsvæða botndýra við Noreg.
Ráðstefnan verður í fyrirlestrasal Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Hefst kl 09:00 næstkomandi þriðjudag. Dagskána og ágrip erinda má finna HÉR .