Hafrannsóknastofnum telur óhætt að veiddar verði 216 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu að því er fram kemur í nýjustu skýrslu stofnunarinnar um ástand og horfur nytjastofna sem kynnt var í dag. Fyrri ráðgjöf gerði ráð fyrir að óhætt væri að veið 200 hrefnur.

Í skýrslunni segir að samkvæmt úttektum vísindanefnda IWC og NAMMCO sé ástand hrefnustofnsins við Ísland gott og stofnstærðin metin nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust aftur. ,,Niðurstöður flugtalninga 2007 benda til að á landgrunni Íslands hafi verið færri hrefnur en áður eða frá 10 700 til 15 100 hrefnur, eftir því hvaða aðferðum er beitt við úrvinnslu. Frumniðurstöður talninga í Faxaflóa sýndu mun hærri þéttleika og benda til að óvenju lítill þéttleiki árið 2007 hafi stafað af tímabundnum breytingum í útbreiðslu innan stofnsvæðisins. Ljóst er að hrefnuveiðarnar 2003–2007 geta ekki skýrt þessar breytingar. Á grundvelli nýrra úttekta á vegum Alþjóðahvalveiðiráðsins og NAMMCO mælir Hafrannsóknastofnunin með að árlegar veiðar nemi að hámarki 216 hrefnum á íslenska landgrunnssvæðinu og auk þess 121 hrefnum á s.k. Jan Mayen undirsvæði (CM), sem að hluta til er innan íslenskrar lögsögu. Ráðgjöf þessi gildir fyrir almanaksárin 2011 og 2012,“ segir í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar