Hafrannsóknastofnun leggur til að kvótinn úr íslensku sumargotssíldinni verði aukinn úr 40 þúsund tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 67 þúsund tonn á hinu næsta. Ástæðan er sú að mælingar sýna að sýkingin í síldinni er nú loksins í rénun. Aukningin nemur 68%.

Af veiðiráðgjöf annarra tegunda er það að segja að lagður er til 49.000 tonna kvóti í ufsa (52 þ.tn. nú);

45.000 tonn í gullkarfa (40 þ.tn. nú);

10.000 tonn í gullkarfa (12.000 tonn nú);

20.000 tonn í grálúðu (12 þús. tonn nú en viðræður í gangi við nágrannalöndin);

7.500 tonn í steinbít (10.500 tonna kvóti nú).

Ráðgjöf um hámarksafla í öðrum tegundum er lítið eða ekki breytt.

Engin ráðgjöf er í loðnu en farinn verður leiðangur í haust.