Eftir kannanir Hafrannsóknastofnunar á rækju við Eldey, leggur stofnunin til að leyfðar verði veiðar á 200 tonnum af rækju á almanaksárinu 2014. Leggur stofnunin jafnframt til að fiskiskilja verði notuð við veiðarnar.
Ráðuneytið hefur gefið út 2 reglugerðir í samræmi við þessa ráðgjöf, sem tekur gildi 5. júní 2014.
Á tímabilinu frá 1. september 2013 til og með 31. ágúst 2014 er leyfilegur heildarafli af innfjarðarrækju 1.300 tonn, þar af 1.100 tonn í Ísafjarðardjúpi og 200 tonn í Arnarfirði. Nú bætast við 200 tonn á Eldeyjarsvæðinu sem heimilt verður að veiða fram til 31. desember 2014. Til skerðingar koma 52,8 tonn í Ísafjarðardjúpi og 9,6 tonn í Arnarfirði og á Eldeyjarsvæðinu. Samtals kemur því til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar 1.428 tonn.
Samkvæmt reglugerð atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins verða rækjuveiðar við Eldey heimilaðar frá gildistöku fram til 31. desember 2014.