Hafrafell SU 65 var aflahæst krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu 2022/2023. Heildaraflinn var alls 2.509 tonn. Hafrafellið er 29,37 brúttótonn og 13,56 metrar að lengd. Landssamband smábátaeigenda vekur athygli á þessu og segir um ótrúlegar aflatölur að ræða fyrir ekki stærri bát.
Afli Hafrafells er sá mesti sem krókaaflamarksbátur hefur borið að landi á einu fiskveiðiári.
Á bátnum eru tvær fjögurra manna áhafnir sem róa tvær vikur í senn. Skipstjórar eru Andrés Pétursson og Ólafur Svanur Ingimundarson. Báturinn er gerður út af Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.