„Við höfum alltaf verið frekar háir í lönduðum í strandveiðiafla en síðustu þrjú ár kom veruleg aukning,“ segir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, um ganginn í starfseminni.

Snæfellsbær rekur hafnir í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa.

„Við vorum með 39 þúsund tonn í landaðan afla 2022 og fórum svo niður í rúm 36 þúsund tonn í fyrra,“ segir Björn.

Hluti af þessum afla er úr strandveiðinni og Björn segir hafnirnar þrjár í Snæfellsbæ stórar á þeim vettvangi. „Aflinn hefur verið svipaður síðustu þrjú ár eða í kringum 16 til 18 prósent af heildaraflanum,“ segir hafnarstjórinn.

„Maí og júní er rosalegur fjöldi af bátum hér, það eru 100 til 120 landanir á dag í þessum þremur höfnum,“ segir Björn. Ekki sé endilega sérstakur toppur í þessu yfir daginn „Þetta er svona stanslaust og  menn eru að  landa frá því klukkan átta á  morgnana til klukkan tíu á kvöldin.“

Allur tími skemmtilegur

Mikil smábátaútgerð er frá  Arnarstapa, einni af þremur höfnum Snæfellsbæjar. Mynd/Vigfús Markússon
Mikil smábátaútgerð er frá Arnarstapa, einni af þremur höfnum Snæfellsbæjar. Mynd/Vigfús Markússon

Björn játar því að þetta sé skemmtilegur tími en tekur samt fram að honum finnist allur tími skemmtilegur. „Mér finnst líka gaman þegar það kemur línubátur í land með 120 tonn eftir þrjá daga.“

Að sögn Björns hefur Snæfellsbær verið í því undanfarna áratugi að bæta þjónustuna og aðstöðuna í höfnunum. „Við höfum verið að endurbyggja mannvirki sem fyrir voru og verið að byggja ný. Á síðustu tíu árunum fram að 2024 var framkvæmt fyrir 1.845 milljónir í þessum þremur höfnum,“ segir hann.

Meðal þess sem ráðist hefur verið í segir Björn vera endurbyggingu á stálþilum, ný stálþil, dýpkanir, endurbyggingu grjótgarða og nýja grjótgarða, nýjar trébryggjur og stækkanir á trébryggjum. Þá hafi verið hugað að umhverfismálum, hafnarsvæði lagfærð, gangstéttir og götur malbikaðar og steyptar, túnþökur lagðar og götulýsing endurnýjuð.

Engar lántökur

„Við höfum byggt hafnarhús í Rifi, endurbyggt húsið í Ólafsvík og tekið hafnarhúsið á Arnarstapa í gegn, þetta er alls konar,“ lýkur Björn upptalningunni.

Varðandi fjármögnunina segir Björn hafnabótasjóð greiða ákveðið hlutfall kostnaðar við ný framkvæmdir. „Í sumu borgar sjóðurinn 60 prósent og í öðru borgar hann 75 prósent. Og í sumu borga þeir ekkert í og það borgum við bara sjálf. Það er oft sem menn hugsa ekki út í hvað hafnirnar eru að framkvæma fyrir mikið.“

Frá árinu 2013 segir Björn nánar um fjármögnunina að Hafnabótasjóður hafa borgað 851,7 milljónir króna og hafnarsjóður 993,6 milljónir sem hann tekur fram að hafi alfar ið komið af eigin fé hafnarsjóðs og ekki með lántökum. „Við erum skuldlaus hafnarsjóður, við skuldum ekki neinum neitt.“

Lítill hafnarsjóður en verðmætur afli

Að sögn Björns er verðmæti aflans sem kemur að landi í Snæfellsbæ hlutfallslega mikið miðað við það sem almennt gerist. „Það er mjög miklu landað af þorski sem er verðmætur fiskur,“ bendir hann á. „Aflaverðmætið hjá okkur í öllum höfnunum hjá okkur árið 2022 var 13,8 milljarðar.“

Til samanburðar var aflaverðmætið 9,6 milljarðar króna árið 2020 og á árinu 2021 nam það 10,4 milljörðum. Þá segir Björn að heildartekjur hafnanna hafi verið nánast þær sömu síðustu tvö árin; 339 milljónir króna 2022 og 338 milljónir í fyrra. „Við erum ekki stór höfn, erum bara níundi stærsti hafnarsjóðurinn af 32 hafnar sjóðum í heildartekjum, en erum í fimmta sæti með tekjur af aflagjöldum, þau eru 64 prósent af tekjunum okkar. Það er miklu landað og á háu verði.“

„Við höfum alltaf verið frekar háir í lönduðum í strandveiðiafla en síðustu þrjú ár kom veruleg aukning,“ segir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, um ganginn í starfseminni.

Snæfellsbær rekur hafnir í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa.

„Við vorum með 39 þúsund tonn í landaðan afla 2022 og fórum svo niður í rúm 36 þúsund tonn í fyrra,“ segir Björn.

Hluti af þessum afla er úr strandveiðinni og Björn segir hafnirnar þrjár í Snæfellsbæ stórar á þeim vettvangi. „Aflinn hefur verið svipaður síðustu þrjú ár eða í kringum 16 til 18 prósent af heildaraflanum,“ segir hafnarstjórinn.

„Maí og júní er rosalegur fjöldi af bátum hér, það eru 100 til 120 landanir á dag í þessum þremur höfnum,“ segir Björn. Ekki sé endilega sérstakur toppur í þessu yfir daginn „Þetta er svona stanslaust og  menn eru að  landa frá því klukkan átta á  morgnana til klukkan tíu á kvöldin.“

Allur tími skemmtilegur

Mikil smábátaútgerð er frá  Arnarstapa, einni af þremur höfnum Snæfellsbæjar. Mynd/Vigfús Markússon
Mikil smábátaútgerð er frá Arnarstapa, einni af þremur höfnum Snæfellsbæjar. Mynd/Vigfús Markússon

Björn játar því að þetta sé skemmtilegur tími en tekur samt fram að honum finnist allur tími skemmtilegur. „Mér finnst líka gaman þegar það kemur línubátur í land með 120 tonn eftir þrjá daga.“

Að sögn Björns hefur Snæfellsbær verið í því undanfarna áratugi að bæta þjónustuna og aðstöðuna í höfnunum. „Við höfum verið að endurbyggja mannvirki sem fyrir voru og verið að byggja ný. Á síðustu tíu árunum fram að 2024 var framkvæmt fyrir 1.845 milljónir í þessum þremur höfnum,“ segir hann.

Meðal þess sem ráðist hefur verið í segir Björn vera endurbyggingu á stálþilum, ný stálþil, dýpkanir, endurbyggingu grjótgarða og nýja grjótgarða, nýjar trébryggjur og stækkanir á trébryggjum. Þá hafi verið hugað að umhverfismálum, hafnarsvæði lagfærð, gangstéttir og götur malbikaðar og steyptar, túnþökur lagðar og götulýsing endurnýjuð.

Engar lántökur

„Við höfum byggt hafnarhús í Rifi, endurbyggt húsið í Ólafsvík og tekið hafnarhúsið á Arnarstapa í gegn, þetta er alls konar,“ lýkur Björn upptalningunni.

Varðandi fjármögnunina segir Björn hafnabótasjóð greiða ákveðið hlutfall kostnaðar við ný framkvæmdir. „Í sumu borgar sjóðurinn 60 prósent og í öðru borgar hann 75 prósent. Og í sumu borga þeir ekkert í og það borgum við bara sjálf. Það er oft sem menn hugsa ekki út í hvað hafnirnar eru að framkvæma fyrir mikið.“

Frá árinu 2013 segir Björn nánar um fjármögnunina að Hafnabótasjóður hafa borgað 851,7 milljónir króna og hafnarsjóður 993,6 milljónir sem hann tekur fram að hafi alfar ið komið af eigin fé hafnarsjóðs og ekki með lántökum. „Við erum skuldlaus hafnarsjóður, við skuldum ekki neinum neitt.“

Lítill hafnarsjóður en verðmætur afli

Að sögn Björns er verðmæti aflans sem kemur að landi í Snæfellsbæ hlutfallslega mikið miðað við það sem almennt gerist. „Það er mjög miklu landað af þorski sem er verðmætur fiskur,“ bendir hann á. „Aflaverðmætið hjá okkur í öllum höfnunum hjá okkur árið 2022 var 13,8 milljarðar.“

Til samanburðar var aflaverðmætið 9,6 milljarðar króna árið 2020 og á árinu 2021 nam það 10,4 milljörðum. Þá segir Björn að heildartekjur hafnanna hafi verið nánast þær sömu síðustu tvö árin; 339 milljónir króna 2022 og 338 milljónir í fyrra. „Við erum ekki stór höfn, erum bara níundi stærsti hafnarsjóðurinn af 32 hafnar sjóðum í heildartekjum, en erum í fimmta sæti með tekjur af aflagjöldum, þau eru 64 prósent af tekjunum okkar. Það er miklu landað og á háu verði.“