Rekstur Faxaflóahafna er á mikilli siglingu um þessar mundir. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri segir vöxtinn mestan í skemmtiferðaskipum. „En okkar stærsti geiri er flutningar og þar er líka vöxtur,“ undirstrikar hafnarstjórinn.

Faxaflóahafnir eru í miðjum klíðum við að koma raftengingum í þau skip sem koma til Reykjavíkur. „Við tókum í gagnið fyrstu stóru landtenginguna í desember fyrir stærstu fragtskipin okkar, það er að segja skip Eimskips sem koma að Sundabakka.  Það fannst okkur mikilvægt af því að þau koma mjög reglulega yfir allt árið,“ segir Gunnar.

Litlu skemmtiferðaskipin rafvæðast

Næsta mál á dagskrá er að tengja litlu skemmtiferðaskipin sem koma að Faxagarði í gömlu höfninni. „Þau verða landtengd á næstu vikum,“ segir Gunnar.

Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Mynd/Aðsend
Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Mynd/Aðsend

Þá segir hafnarstjórinn að Faxaflóahafnir eigi í samstarfi við Veitur um að hefja áætlun um að landtengja stóru skemmtiferðaskipin við Skarfabakka. „Þar þarf stórar og miklar tengingar,“ segir Gunnar. Þegar hafi verið tekinn grunnur að nýrri aðveitustöð við Sægarða 1. Hún sé meðal annars ætluð í þetta verkefni.

Hafnarstjórinn játar því að þessar landtengingar séu heilmikið mál. „En þetta er ekki óframkvæmanlegt samt,“ leggur hann áherslu á. Þrír milljarðar í heild Heildarkostnaðinn við landtengingarnar í Reykjavíkurhöfn segir Gunnar verða um þrjá milljarða króna. Sú fjárfesting verði fljót að skila sér. „Hún ætti að gera það ef við höldum þessum fjölda skemmtiferðaskipa,“ útskýrir hann.

Þegar tengingarnar fyrir skemmtiferðaskipin eru tilbúnar munu þau slökkva á öllum vélum þegar þau liggja við bryggju og  hin illa séða mengun úr reykháfum þeirra á þar með að verða úr sögunni  – þegar þau eru landföst að minnsta kosti. „Þetta er bara hin endanlega lausn á málinu,“ segir hafnarstjórinn.

Fæst skipanna sem leggjast að Faxagarði eru enn sem komið er með þann búnað sem þarf til að tengjast rafmagninu í landi en búist er við að þeim fari fjölgandi.

Bíða svara frá ríkinu

Að sögn Gunnars er horft sé til þess að 2026 eða 2027 verði þessu verki lokið.

„En við erum líka að leita eftir samstarfi við ríkið um fjármögnun,“ undirstrikar hann og nefnir fordæmi um slíkt erlendis.

„Aðrar hafnir í Evrópu hafa fengið styrki til að hraða þessari uppbyggingu,“ segir Gunnar. Þeir styrkir séu ýmist frá Evrópusambandinu eða viðkomandi ríki og nemi yfirleitt um fjörutíu prósentum af kostnaðinum.

„Við erum búin að biðja umhverfisráðuneytið um að skoða það með okkur en þau eru ekki búin að gefa neitt út,“ segir hafnarstjórinn um stöðu þeirra viðræðna

Rekstur Faxaflóahafna er á mikilli siglingu um þessar mundir. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri segir vöxtinn mestan í skemmtiferðaskipum. „En okkar stærsti geiri er flutningar og þar er líka vöxtur,“ undirstrikar hafnarstjórinn.

Faxaflóahafnir eru í miðjum klíðum við að koma raftengingum í þau skip sem koma til Reykjavíkur. „Við tókum í gagnið fyrstu stóru landtenginguna í desember fyrir stærstu fragtskipin okkar, það er að segja skip Eimskips sem koma að Sundabakka.  Það fannst okkur mikilvægt af því að þau koma mjög reglulega yfir allt árið,“ segir Gunnar.

Litlu skemmtiferðaskipin rafvæðast

Næsta mál á dagskrá er að tengja litlu skemmtiferðaskipin sem koma að Faxagarði í gömlu höfninni. „Þau verða landtengd á næstu vikum,“ segir Gunnar.

Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Mynd/Aðsend
Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Mynd/Aðsend

Þá segir hafnarstjórinn að Faxaflóahafnir eigi í samstarfi við Veitur um að hefja áætlun um að landtengja stóru skemmtiferðaskipin við Skarfabakka. „Þar þarf stórar og miklar tengingar,“ segir Gunnar. Þegar hafi verið tekinn grunnur að nýrri aðveitustöð við Sægarða 1. Hún sé meðal annars ætluð í þetta verkefni.

Hafnarstjórinn játar því að þessar landtengingar séu heilmikið mál. „En þetta er ekki óframkvæmanlegt samt,“ leggur hann áherslu á. Þrír milljarðar í heild Heildarkostnaðinn við landtengingarnar í Reykjavíkurhöfn segir Gunnar verða um þrjá milljarða króna. Sú fjárfesting verði fljót að skila sér. „Hún ætti að gera það ef við höldum þessum fjölda skemmtiferðaskipa,“ útskýrir hann.

Þegar tengingarnar fyrir skemmtiferðaskipin eru tilbúnar munu þau slökkva á öllum vélum þegar þau liggja við bryggju og  hin illa séða mengun úr reykháfum þeirra á þar með að verða úr sögunni  – þegar þau eru landföst að minnsta kosti. „Þetta er bara hin endanlega lausn á málinu,“ segir hafnarstjórinn.

Fæst skipanna sem leggjast að Faxagarði eru enn sem komið er með þann búnað sem þarf til að tengjast rafmagninu í landi en búist er við að þeim fari fjölgandi.

Bíða svara frá ríkinu

Að sögn Gunnars er horft sé til þess að 2026 eða 2027 verði þessu verki lokið.

„En við erum líka að leita eftir samstarfi við ríkið um fjármögnun,“ undirstrikar hann og nefnir fordæmi um slíkt erlendis.

„Aðrar hafnir í Evrópu hafa fengið styrki til að hraða þessari uppbyggingu,“ segir Gunnar. Þeir styrkir séu ýmist frá Evrópusambandinu eða viðkomandi ríki og nemi yfirleitt um fjörutíu prósentum af kostnaðinum.

„Við erum búin að biðja umhverfisráðuneytið um að skoða það með okkur en þau eru ekki búin að gefa neitt út,“ segir hafnarstjórinn um stöðu þeirra viðræðna

Ný tenging fyrir rafmagn fyrir skip við Faxagarð. FF Mynd/Garðar