Hafísinn í kringum norðurskautið var minni nú í haust en hann hefur verið síðustu 1450 árin. Þetta eru niðurstöður rannsókna, sem norska norðurpólsstofnunin (Norsk Polarinstitutt) gerði í samvinnu við vísindastofnanir í Kanada og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta vísindatímariti Nature.
Vísindamennirnir byggðu rannsóknir sínar aftur í tímann á gögnum úr ískjörnum, árhringjum í trjám og setlögum í sjó á mismunandi stöðum á norðurheimskautssvæðinu. Á síðustu 1450 árum var hafísinn á þessu svæði mestur árið 1912.