Írar binda miklar vonir við nýjan nytjafisk – hafgölt (boar fish) –  sem veiddur hefur verið í sívaxandi mæli á allra síðustu árum aðallega í hafinu sunnan Írlands. Hingað til hefur fiskurinn farið til mjöl- og lýsisvinnslu en nýlega fékkst leyfi kínverskra yfirvalda til þess að flytja hann til Kína.

Írar sjá þar mikla möguleika því þá yrði fiskurinn unninn til manneldis. Prufusendingar, rösklega 70 tonn, hafa þegar farið til Kína og fengið góðar viðtökur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.