Samtals 141.384 hnúðlaxar hafa verið fjarlægðir úr norskum ám það sem af er þessu sumri.

Þetta kemur fram í frétt Fiskeribladet sem vitnar til nýrra upplýsinga Umhverfisstofnunar Noregs.

Efst á listanum yfir fjölda hnúðlaxa er Vesterelva í Nesseby þar sem 24.464 hnúðlaxar hafa náðst og Syltefjord þar sem 20.709 eintök af þessari umdeildu tegund hafa verið fönguð.

Lífsferill hnúðlaxa er tvö ár og eru göngur þeirra í vatnsföll mestar á tveggja ára fresti. Árið 2021 voru skráðir hnúðlaxar í norskum vatnsföllum 208.000 talsins en aðeins um 25 þúsund árið 2019.

Samtals 141.384 hnúðlaxar hafa verið fjarlægðir úr norskum ám það sem af er þessu sumri.

Þetta kemur fram í frétt Fiskeribladet sem vitnar til nýrra upplýsinga Umhverfisstofnunar Noregs.

Efst á listanum yfir fjölda hnúðlaxa er Vesterelva í Nesseby þar sem 24.464 hnúðlaxar hafa náðst og Syltefjord þar sem 20.709 eintök af þessari umdeildu tegund hafa verið fönguð.

Lífsferill hnúðlaxa er tvö ár og eru göngur þeirra í vatnsföll mestar á tveggja ára fresti. Árið 2021 voru skráðir hnúðlaxar í norskum vatnsföllum 208.000 talsins en aðeins um 25 þúsund árið 2019.