Loðnan skilar heldur meiri útflutningsverðmætum en útlit var fyrir í upphafi vertíðar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Íslensk skip fengu um 85 þúsund tonna upphafskvóta sem talið var að gæti gefið um 6 milljarða í útflutningsverðmæti. Íslensk skip hafa nú fengið 38 þúsund tonna viðbótarúthlutun og kvóti þeirra er alls 123 þúsund tonn. Hugsanlega gæti vertíðin því skilað um 9 til 10 milljörðum í útflutningstekjur vegna veiða íslenskra skipa. Ennfremur má áætla að útflutningsverðmæti loðnuafurða vegna landana erlendra skipa nemi um 1,8 milljörðum króna.

Sjá nánar um málið í nýjustu Fiskifréttum.