Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í gær eftir að hafa verið í réttan mánuð á Akureyri þar sem ýmsum viðhaldsverkefnum í skipinu var sinnt. Það var Slippurinn sem sá um viðhaldsvinnuna. Strax og komið var til Seyðisfjarðar voru veiðarfæri og annað nauðsynlegt tekið um borð og síðan haldið til veiða. Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri taldi líklegast að haldið yrði suður fyrir land og leitað að ýsu. Stefnt er að því að Gullver landi á fimmtudag.