Atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytið hefur ákveðið að fella niður leyfi til veiða á gulllaxi frá og með 18. mars nk. Gulllaxafli á fiskveiðiárinu er orðinn tæplega 9.800 tonn.
Gulllax er sem kunnugt er utankvótategund. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld haft þann háttinn á að stöðva veiðar þegar ákveðnum afla er náð. Hafrannsóknastofnun lagði til að hámarksafli á yfirstandandi fiskveiðiári færi ekki yfir 8.000 tonn en ljóst er að atvinnuvegaráðuneytið hefur kosið að fara nokkuð fram úr þeirri ráðgjöf.