,,Við höfum fullan skilning á því að gulllaxveiðar séu stöðvaðar þegar búið er að veiða þann afla sem Hafrannsóknastofnun telur ráðlegt að taka. Hins vegar erum við mjög óhressir með að stjórnvöld skuli ár eftir ár þráast við að setja gulllaxinn í kvóta og viðhalda ólympískum veiðum á þessari tegund með tilheyrandi skipulagsleysi og sóun,” sagði Eiríkur Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík í samtali við Fiskifréttir í tilefni þess að sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt stöðvun gulllaxveiða.

,,Við höfum stundað gulllaxveiðar frá árinu 1996 og byggt upp markaðssambönd frá þeim tíma en nú þurfum við annað árið í röð að tilkynna kaupendum okkar að það sé búið að loka búðinni og hún verði ekki opnuð aftur fyrr en í haust. Ef stjórnvöld sjá ekki það óhagræði sem af þessu hlýst, bæði fyrir okkur sem framleiðendur og fyrir kaupendur okkar, hljóta þau að vera með bundið fyrir bæði augu,” sagði Eiríkur.

Sjá nánar í Fiskifréttum.