Aflaverðmæti utankvótategunda nam um 3,5 milljörðum króna á síðasta ári sem er um 3% af heildaraflaverðmæti íslenskra skipa á öllum miðum jafnt innan landhelgi sem utan, samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem byggð er á gögnum frá Hagstofu Íslands.

Gulllaxinn er sem fyrr langverðmætasta utankvótategundin. Hann skilaði um einum milljarði í aflaverðmæti árið 2009 en árið á undan var aflaverðmæti hans rétt rúmar 700 milljónir króna.

Gulldeplan er í öðru sæti með um 860 milljónir króna. Aflinn nam um 46 þúsund tonnum sem þýðir að greitt hafi verið um 19 krónur fyrir hráefniskílóið af þessum nýja nytjafiski Íslendinga.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.