Það er gjarnan sagt um minnislausa menn að þeir hafi gullfiskaminni. Jafnframt er það útbreidd og lífseig ranghugmynd að minni gullfiska vari ekki nema þrjár sekúndur. Rannsóknir sem rekja má allt aftur til áranna milli 1960 og 1970 sýna hins vegar að vel má kenna gullfiskum ýmsa hegðun. Það væri ekki hægt ef þeir hefðu hið margumtalaða "gullfiskaminni".

Sjá nánar á þessu myndbandi.