Tvær jafngildar umsóknir bárust sjávarútvegsráðuneytinu um leyfi til að veiða átúnfiskkvóta Íslendinga í ár og þurfti að draga um þær hjá sýslumanni. Útgerð Guðrúnar Guðleifsdóttur ÍS varð hlutskarpari og fær því leyfið. Hún fær að veiða 78 tonn sem er að stærstum hluta ónýttur kvóti frá síðasta ári.
Aðalbjörn Jóakimsson útgerðarmaður Guðrúnar Guðleifsdóttur ÍS segir í samtali við Fiskifréttir að í fyrra hafi nokkrir bátar haft leyfi til túnfiskveiðanna en enginn þeirra notað leyfið.
,,Ég hef átt í viðræðum við reynda túnfiskveiðimenn í Japan og Kanada sem hafa hug á að aðstoða okkur við veiðarnar en jarðskjálftarnir í Japan hafa sett strik í reikninginn. Viðræður við Japanina fara í gang aftur um leið og það versta er yfirstaðið þar ytra,” segir Aðalbjörn en hann reiknar með að stærstur hluti aflans verði sendur með flugi á uppboðsmarkað í Japan.
Sjá nánar í Fiskifréttum.