Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, hefur selt 2% hlut í Brimi fyrir tæplega 1,2 milljarða króna.

Viðskiptablaðið greinir frá.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hét Brim þangað til nýverið, en HB Grandi fékk í staðinn Brimsnafnið eftir að Guðmundur hafði eignast þriðjungs hlut í félaginu.

Salan nú var á 30 milljón hlutum en þau voru seld á genginu 38,5 krónur, en gengi bréfanna í kauphöllinni þegar þetta er skrifað er 38,9 krónur.

Eftir sem áður á Guðmundur og félög tengd honum 874,9 milljón hluti í Brimi eða 44,7%. Miðað við sölugengið nú er verðmæti þessara bréfa nærri 34 milljarðar króna.