Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf., af persónulegum ástæðum og hefur stjórn félagsins samþykkt það á reglulegum stjórnarfundi sem fór fram í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður, hefur þar með tekið tímabundið við verkefnum og skyldum forstjóra og mun gera það þangað til að nýr forstjóri hefur verið ráðinn.