Guðmundur í Nesi RE 13 sigldi þann 19. febrúar út frá Sundahöfn í Reykjavík áleiðis á miðin úti af Vestfjörðum þar sem áhöfnin stundar grálúðuveiðar á Hampiðjutorginu næstu vikurnar.
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir grálúðuveiðarnar hafa gengið upp og ofan að undanförnu því bræla hafi ítrekað sett strik í reikninginn. Áætlað er að skipið komi aftur í höfn þann 13. mars næstkomandi.