Umhverfissamtökin World Wide Fund (WWF) hafa grun um að tveir flotar erlendra skipa, sem nýlega voru á ferð í Miðjarðarhafi, hafi stundað ólöglegar túnfiskveiðar þar. Samtökin segja að annars vegar hafi verið um að ræða flota að minnsta kosti 13 skipa undir kínverskum fána og hins vegar flota að minnsta kosti átta skipa af óþekktu þjóðerni. Í hvorugu tilvikinu voru þetta skip frá þjóðum sem leyfi hafa til túnfiskveiða í Miðjarðarhafi.
Fyrri flotinn sigldi í gegnum Miðjarðarhafið frá Súesskurði að Gíbraltarhöfða. Eftir að skipin fóru í gegnum Sikileyjarsund var slökkt á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði þeirra í meira en tvo daga, að sögn WWF.
Síðarnefndi flotinn var ítrekað staðsettur í vestari hluta Miðjarðarhafs, m.a. innan spænskrar lögsögu út frá Balearic-eyjum (Majorka er ein af þeim) en þar eru ein af helstu túnfiskmiðum í Miðjarðarhafi.
Það er af löglegum túnfiskveiðum að segja að túnfiskvertíð franskra og spænskra skipa lauk í þessari viku, um 15 dögum á undan áætlun, þar sem árskvótinn er búinn að þessu sinni.