„Þetta frumvarp snýst fyrst og síðast um grundvallarbreytingu á fiskveiðistjórnun og það markar upphaf fyrningarleiðar sem við höfum barist svo eindregið gegn," segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík og varaformaður LÍÚ.
Hann birti í dag grein á vefmiðlinum Pressunni undir heitinu Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir framgöngu þeirra í skötuselsmálinu og skorar jafnframt á þau að fella úr gildi umrætt ákvæði nýsamþykkts frumvarps sjávarútvegsráðherra.
Sjá greinina í heild HÉR