Á um 250 metra dýpi við eldisstöð laxeldisfyrirtækisins Cermaq í Sagfjorden hvílir frystikista sem lokuð er með reipi. Lögregla hyggst freista þess á fimmtudag að ná upp kistunni sem uppgötvaðist af starfsmönnum Cermaq í apríl á þessu ári. Kistan er talin mögulega tengjast hvarfi manns í fyrra.

Frá þessu greinir í salmonbusiness.com. Þar segir að staðsetningin sé nærri þeim slóðum sem síðast hafi sést til hins 41 árs gamla Stian Hole sem saknað hafi verið frá því í júní 2023. Þótt engin sönnunargögn tengi frystikistuna við hvarf Hole sé endurheimt kistunnar skilgreind sem hluti rannsóknar lögreglu á afdrifum Hole.

Engin skýringin á kistu á hafsbotni

„Þar sem við höfum ekki fundið neina trúverðuga skýringu þurfum við að fá fullvissu fyrir því hvað frystikistan geymir,“ er haft eftir Torje Imøy, saksóknara hjá lögreglunni í Nordland sem tekur fram að margir mögulegar skýringar geti verið á því að kistan endaði á hafsbotni.

Lögregla hefur komið á öryggis- og bannsvæði í kring um aðgerðarstaðinn.

Þrír grunaðir ganga lausir

Þá segir salmonbusiness.com frá því að þrír einstaklingar á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára sem áður hafi verið handteknir grunaðir um að hafa banað Hole en síðar verið látnir lausir séu enn grunaðir um aðild að málinu.

Það var 7. júní sem Stian Hole sást síðast svo vitað sé. Aftenposten sagði síðan frá handtöku þremenninganna í nóvember í fyrra. Kom fram í þeirri frétt að aðstandendur Hole leggðu traust sitt á að lögregla myndi upplýsa málið.