Ný og spriklandi fersk rauðspretta fer í miklum mæli í dýrafóður í Danmörku vegna þess að hún nær ekki lágmarksverði. Nokkrir úttgerðarmenn á Jótlandi hafa fundið svar við þvi. Þeir selja umhverfisvottaða rauðsprettu til Hollands og fá miklu betra verð, að því er fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins.
Um það bil 1.500 tonn af rauðsprettu ná ekki lágmarksverði árlega á fiskmörkuðum í Danmörk. Samkvæmt reglum ESB, sem eiga að tryggja laun sjómanna, má ekki selja fisk undir lágmarksverði. Þess vegna er hellt grænni málningu yfir fiskinn sem selst ekki til að tryggja að hann verði ekki nýttur í annað en dýrafóður.
Átta útgerðarmenn frá Vestur-Jótlandi sem hafa gengið til liðs við North Sea MSC Aps lenda ekki í þessum vanda. Þeir hafa samið við hollenska fyrirtækið Ekofish Group um að útvega þeim rauðsprettu sem veidd er á sjálfbæran hátt og vottuð sem slík. Þeir fá 3-4ra króna hærra verð á kílóið (um 67 ISK). Þannig sleppa þeir við að bjóða fiskinn á markaði sem ekki getur tryggt lágmarksverð. Grænu rauðspretturnar þeirra renna því út eins og heitar lummur, segir í frétt danska ríkisútvarpsins.