Sjávarútvegsráðherra hefur bannað makrílveiðar með línu og handfærum frá og með 5. september. Smábátaeigendur eru verulega ósáttir með þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segja allt krökkt af markíl á veiðislóðum, að því er fram kemur á vef RÚV .
Handfærabátar hafa nú þegar veitt 6.875 tonn af makríl í sumar en handfærapotturinn er 6.817 tonn.
Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að ákvörðun ráðherra sé gríðarlega vonbrigði. „Flestir áttu von á að ráðherra mundi taka vel í erindi LS, ekki síst vegna þeirra góðu tíðinda frá Hafrannsóknastofnun um að mælingar sýni að í íslenskri lögsögu hafi aldrei verið jafn mikill makríll,“ segir á vef LS.