,,Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir. Þótt kvótinn sé lítill skiptir hann sköpum hvað manneldisvinnslu á loðnu varðar. Vonandi mælist svo meira síðar,” sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskfréttir um tillögu Hafrannsóknastofnunar um 130.000 tonna loðnukvóta.

Kvótinn sem Hafró ráðleggur skiptist milli Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga samkvæmt fiskveiðisamningum þessara ríkja. Í hlut Íslands koma 90.000 tonn.